Triple headed Þríhöfði

Photo-26-04-16-10-14-44-1

List án Landamæra í samvinnu með Skaftfelli kynnir samsýninguna Þríhöfða.

Sýningin er samstarf austfirsku listamannanna Arons Kale, Daníels Björnssonar og Odee.

Markmið samstarfsins var að tengja saman ólíka listamenn og leyfa þeim að vinna saman að sameiginlegri listsköpun, þar sem óljóst væri hvaða listamaður hefði gert hvað. Samruni þessara listamanna skilar sér í áhugaverðri samsetningu listaverka, þar sem unnið var með blandaða tækni.

Sýningin fjallar ekki einungis um verkin sjálf heldur ferðalagið frá upphafi til enda verkefnisins, þar sem ýmsar skissur og ljósmyndir frá samstarfinu fylgja.

Sýningin er öllum opin á meðan á LungA hátíðinni stendur til og með 17. júlí og er opnunartími á þeim tímum sem Herðubreið er opin.

Art Without Borders in collaboration with Skaftfell introduce the exhibition Triple headed.

The exhibition is a collaboration between the artists Aron Kale, Daníel Björnsson and Odee who are all based on the East side of Iceland.

With this project the aim was to emphasize on the collaboration between these three different artist without pinpointing who had made which part of each picture. The outcome of this fusion is a serie of interesting collages where the artists have worked with mixed media.

Together with the artworks there will also be exhibited sketches and photographs to emphasize on the process of this project.

The exhibition will remain through LungA festival until the 17th of July and the opening hours are the same as the opening hours of Herðubreið.