LungA School LungA Skólinn

lunga-school-logo

LungA skólinn er sjálfstæð menntastofnun. Hann er leikvöllur tilrauna í sköpun, listum og fagurfræði. Hann er listaskóli fyrir þá forvitnu, fyrir þá ótömdu og fyrir þá sem vilja kanna nýjar slóðir.

Við viljum ýta undir sérstöðu einstaklingsins og styðja við bakið á nemendum okkar svo þeir finni sína leið í átt að sterkari sjálfsmynd, ásamt því að þroskast og skilja betur heiminn sem við búum í og finna sitt hlutverk í honum. Við framkvæmum í gegnum tungumál listarinnar og sköpunargáfunnar.

Það skiptir ekki máli hvort þú hefur yfir að búa kunnáttu í lis- tum, eða langar til að bæta við menntun þína. Það er mikilvægt að þú hafir ástríðu til að læra og rannsaka, og opinn huga gagnvart óvæntum uppákomum og áskorunum.

LungA skólinn er fyrsti skóli sinnar tegundar á Íslandi og opnar 2014. Við viljum bjóða þér á kynningarfund um LungA skólann, fimmtudaginn 18.júlí klukkan 17:00 í Herðubreið.

LungA School is an independent educational program. It is an experimental ground for creativity, art and aesthetics. It is an art school for the curious mind, for the untamed, for the explorers.

We encourage a person’s uniqueness and support the students on their path towards a stronger sense of self, along with developing an understanding of the world we live in, and their ability to act in it. We do this through the language of arts and creativity.

Whether you have a background in art, or wish to pursue further education within this, is not important. It is important that you have a desire to learn and explore, and an openness towards surprises and challenges.

The LungA school is the first one of it’s kind and the first art focused folk high school in Iceland. We would like to invite you to aa introduction meeting of the LungA school, Thursday afternoon at 17:00 in Herðubreið.