Úsland

usland

Úsland útgáfa er útgáfu merki í eign hljómsveitarinnar The Heavy Experience.

Úsland útgáfa hefur síðan í október 2012 staðið fyrir mánaðarlegri útgáfu spuna tónverka og hafa nú yfir þrír tugir listamanna frá fimm löndum komið fram á sjö hljómplötum útgáfunnar.

Engar æfingar eiga sér stað. Ekkert er fyrirfram ákveðið. Engar leiðbeiningar. Ekki neitt. Hljóðfæraleikurum er smalað í hljóðver og grænt ljós gefið. Afrakstrinum er svo komið fyrir ósnertum á hljómplötu. Hljóðfæraleikarar eru tvístraðir víðsvegar um spektrúmið. Þaulreyndir sem óreyndir. Útlærðir sem ólærðir. Samstíga feta þeir þó spor spunans og tengja saman umfrymin svo upp vellur hljóðlistin. Í rúman klukkutíma leikur hópurinn saman í fyrsta sinn.
Ágóði hljómplötu útgáfunnar fer í áframhald tilrauna í hljóði og tónlist. Í viðhald spuna. Í viðhald frelsis.

Tilvist Úslandsins má rekja til leiða og óþolinmæðis gagnvart öllum tegundum tónlistar, framleiðslu hennar og markaðsetningar. Á tímum tölvunnar er flest allt slípað og fyrirsjáanlegt, kalt og sterílt. Hljómplatan er aldrei lengur vettvangur tilviljana, ævintýra og mistaka. Hljómplötur Úslands útgáfu snúa við dæminu.

Úsland is a record label owned by the band, The Heavy Experience.

Úsland has, since October 2012, organized a monthly release of improvised musical compositions. Already more then 30 musicians from 5 countries have performed on the label’s 7 records.
No rehearsals take place. Nothing is previously decided upon. No instructions given. Nothing. The musicians are gathered together into a studio and given a green light. The results are kept untouched, and released.
The musicians span the entire spectrum, from having gone through immense training to having had no training at all. Years of experience to no experience at all. Together they tread the path of improvisation, forming a connection wherein the music starts flowing. For roughly an hour the group performs together for their first time.
The profit of each record goes towards further experiments with sound and music. Towards further improvisation. Towards further freedom.

The roots of Úsland’s existence come from impatience towards all types of music, it’s production and marketing. In this computer age we live in, most everything is polished and predictable, cold and sterile.
The record isn’t a platform for coincidences, adventures and mistakes anymore. Úsland’s records turn the tables.

http://uslandrecords.bandcamp.com
http://uslandrecords.tumblr.com