Waves of Ether
 Á öldum ljósvakans

ljosv

Marteinn Sindri JónssonÍ smiðjunni verður útvarpið skoðað sem fjölmiðill og listmiðill. Möguleikar útvarpsins eru fjölmargir, þar má flétta saman töluðu máli, tónlist og ólíkustu hljóðmyndum sem gerir oft mun meiri kröfur á ímyndunarafl hlustandans en aðrir miðlar. Það er prýðilegur upplýsingamiðill, fyrirtaks frásagnarmiðill og á öldum ljósvakans má reisa listagallerý með hljóðbylgjum einum saman.

Þáttakendur hafa nokkuð frjálsar hendur til að rannsaka miðilinn með skapandi hætti. Þeir eiga þess kost að vinna útvarpsþátt sem stefnt verður á að flytja að hluta eða í heild á hátíðinni og síðan í endanlegri útgáfu í Ríkisútvarpinu með haustinu. Efni þáttarins velja þáttakendur í samráði við leiðbeinanda með það í huga að nota miðilinn á skapandi og lærdómsríkan hátt. Einnig kemur til greina að þáttakendur námskeiðisins aðstoði leiðbeinanda þess við umfjöllun RÚV um LungA sem verður í sviðsljósinu á meðan á hátíðinni stendur. Þó verður lögð mest áhersla á að þátttakendur fái útrás fyrir eigin sköpunargleði og hugarflug.

Hver nemandi þarf að hafa með sér fartölvu til klippivinnslu. Upptökutæki verða á staðnum en þó ekki handa hverjum og einum heldur er gert ráð fyrir að þau verði nýtt í sameiningu. Því er prýðilegt ef þátttakendur eiga góð slík tæki og hafa meðferðis en þó er ekki gerð krafa til þess.

Marteinn Sindri Jónsson

In this workshop, we will look at the radio as a media and art medium.
The potentials of the radio are vast, combining spoken word, music and soundscapes that often require more from the listener’s imagination than other mediums. It’s an excellent form for informative and narrative media as well as, in the age of the waves of ether, having the potential to raise art galleries with nothing but sound waves.

Participants can freely investigate the medium by creative means. They will get the chance to work on a radio program which will be broadcast in part or full during the festival as well as being broadcast in a finalised version on the national radio this coming fall. The participants along with the instructor will choose the content of the program with an emphasis on using the medium creatively and instructively.

Participants need to bring a laptop for editing. Recording equipment will be provided for the group for collaborative use. If the participant has some recording equipment of his own, he is encouraged to bring it, though it is not a requirement.