THE MATERIAL ROOM EFNI Í RÝMI

IIIF

Við elskum allskonar hráefni. Við elskum ennþá meira að nota þau á nýstárlegan hátt.

Við ætlum að innrétta rými með ykkar hönnun; húsgögnum, veggáferðum, lýsingu og litum með innblæstri frá Seyðisfirði og nánasta umhverfi. Við munum vinna með staðbundin hráefni, bæði framleidd og fundin í náttúrunni, með það að markmiði að þróa óvenjulegan enn jafnframt íslenskan stíl. Við viljum segja sögur í gegnum áferðir og láta tilraunakennt ferli leiða okkur áfram.

Við bjóðum þér með í þessa vegferð sem byggir á því að prófa, leika, gera og spjalla. Ábyrgjumst kósí og afkastamiklar stundir.

Thibaut, Sigrún og Agla eru meðlimir í fransk-íslenska hönnunarteyminu IIIF. Þau vinna saman þverfaglega innan ramma fata-, húsgagna-, vöru- og innanhúshönnunar. Þau eru búsett í Kaupmannahöfn og Reykjavík og vinna samhliða IIIF sem hönnuðir á arkitektastofu og í prjónaverksmiðju.

www.iiif.is

We love all kinds of materials. We love even more to use them in untraditional ways.

We are going to design a space and its content; furnitures, wall textures, colours and lighting inspired by Seyðisfjörður and its surroundings. We will work with local materials- both produced and found in the nature with the aim to reach atypical but Icelandic expressions. We want to tell a story through textures and let the experimental process guide us.

We invite you to join us in testing, playing, making and discussing.
Cosy and productive time guaranteed.

Thibaut, Sigrún and Agla are members of the Icelandic/French design collective IIIF. In their work various design disciplines cross; interior, fashion, objects and furniture. They are based in Copenhagen and Reykjavík and besides IIIF work as designers in an architectural office and a knitting factory.

www.iiif.is