Fake it till you make it- and DANCE!

B and B party

Eignarhald og frumleiki hugmynda eru ofmetin!

Á námskeiðinu Fake it till you make it- and dance! munum við stunda blygðunarlausan þjófnað á hugmyndum og efni danssögunnar til þess að skapa okkar eigin dans. Ekkert verður skilið útundan, hvort sem það eru hefðbundnir dansstílar, youtube dansar, kareokí eða shapeshifting. Námskeiðið leggur áherslu á samvinnu þáttakenda þar sem hver og einn vinnur með sína rödd, hreyfingar, langanir og þrár. Námskeiðinu lýkur svo í danshátíð þar sem hver og einn/ saman eða sundur sýna sinn dans. Dansgleði og það að hafa alvarlega gaman verður í fyrirrúmi.

Þáttakendur eru beðnir um að mæta í klæðnaði til að dansa í og svo tökum við það þaðan.

Halla Ólafsdóttir, danshöfundur og dansari er búsett í Stokkhólmi. Þar vinnur hún í ýmsum samstarfsverkefnum sem hafa það að markmiði að ögra fyrirfram ákveðnar hugmyndir um hvað dans og kóreógrafía fela í sér og finna leiðir sem virkja samræðu sem svo stuðlar að framþróun og samstöðu innan listgreinarinnar. Halla útskrifaðist með mastersgráðu í kóreógrafíu frá DOCH í Stokkhólmi 2010 og hefur síðan þá ferðast með samstarfsverkefni og eigin dansverk víða um Evrópu. Meðal annars verkið Giselle (2011) og Beauty and the Beast (2012) sem vann til verðlauna á ImpulsTanz hátíðinni í Vín árið 2013.

Halla var ein af listrænum stjórnendum Reykjavík Dance Festival 2012: A Series of Event og hefur síðan 2013 unnið að samstarfsverkefni með hljómsveitinni The Knife og kláraði nýlega með þeim hljómleikaferðalag um Norður-Amríku með sýninguna Shaking the Habitual.

Hún hefur áður kennt og haldið námskeið við hin ýmsu tilefni bæði á Íslandi með Samsuðinni & co og á erlendum hátíðum líkt og The Swedish Dance History á ImPulsTanz og Giselle á AUSUFERN i Berlín.

Nothing is original!

During the workshop Fake it till you make it- and DANCE! we will steal shamelessly any idea or existing material within the history of dance. Nothing is sacred weather it is classic dance techniques, danceoki or shapeshifting. Anything that resonates with inspiration or fuels our imagination in order to make our own dance. The workshop focuses on collaboration where there is space for each and every participant to work with their own voice, favorite moves and desires. We will end the workshop in a mini festival where everyone, together or separately, will perform their own dance. Togetherness and having serious fun is fundamental to the work.

The participants are asked to bring clothes for dancing and then we’ll take it from there

Halla Ólafsdóttir, choreographer and dancer is currently living in Stockholm where she is working on various collaboration project that all aim to challenge the set ideas around what dance and choreography includes, as well as activate the conversation that pushes the art form to develop and unite. Halla graduated with a master degree in choreography from DOCH in Stockholm in 2010 and has been traveling with both her own projects as well as collaborative projects around Europe ever since. Amongst other things, the project Giselle (2011) and Beauty and the Beast (2013) which won a price at the ImPulsTranz festival in Vienna in 2013.

Halla was one of the art directors for Reykjavík Dance Festival in 2012: “A Series of Event” and has been working on a collaboration project with the band The Knife since 2013. She just finished a tour with them around North-America with the project Shaking the Habitual.

Halla has been teaching and facilitating various workshops both in Iceland, with Samsuðinni & co, and abroad at festivals like The Swedish Dance History at ImPulsTranz and Gieselle at AUSUFERN in Berlin.