Fashion Photography / Saga Sig

sagasig

Picture-3

Saga Sig | Hvernig segjum við sögur?

Það er hægt að segja sögur á margan hátt, með orðum, dansi, bíómyndum, gjörningi og ljósmyndum og svo framvegis. Í þessu námskeiði verða búnar til sögur og heimar með ljósmyndum.

Með ljósmyndum föngum við augnablik. Á augnablikinu þegar við smellum af myndinni, festum við á filmu eða pixla sannar sögur úr lífinu í kringum okkur, gleðisögur og stundum sorgarsögur. Sumar ljósmyndir sýna draumaheima eins og við sjáum oft í tískuheiminum, meðan t.d ljósmyndarar í listheiminum nota ljósmyndirnar sínar til dæmis þess að setja fram ádeilu á samfélagið eða túlka tilfinningar.

Það er mikilvægt fyrir ljósmyndara að finna sinn persónulega stíl með myndunum sínum og það tekur oft langan tíma að ná því. Rétt eins og maður þarf að læra réttu handtökin við að framkalla í mykraherbergi þarf maður líka að læra að vinna með hugmyndavinnuna sína og læra að framkalla þær yfir í myndefnið og myndbyggingu.

Við reynum að kafa dýpra og undir yfirborð tískunnar, sleppa sköpunargleðinni lausri, finna þessa innri rödd (eða “innra ljósop”) þáttakanda.

Ljósmyndun og sérstaklega tískuljósmyndun er samtal: samtal ljósmyndarans við viðfangsefnið, við umhverfið sem myndatakan er í og einnig við aðrar listgreinar, við skoðum þetta samtal hvernig, ljósmyndari, fyrirsætan, stílistinn, förðunarfræðingurinn vinna saman að því að búa til myndina. Ísak Freyr förðungarfræðingur kíkir við og segir okkur frá vinnunni sinni og jafnvel fleiri leynigestir.

Fyrstu tveir dagarnir fara í hugmyndavinnu, horft á brot úr bíómyndum, aðrir ljósmyndarar skoðaðir, list, tónlist, litir, form, áferð osfrv.

Kíkjum létt á tæknileg atriði, ég kenni kannski eitthvað skemmtilega tilgangslaust eins og að gera gif, ég sýni hvernig ég “skítamixa” oft sett í myndatöku með því að nota það sem hendi er næst t.d með að nota efni, tape, pappir, flugelda, plastgluggatjöld…

Seinni þrír dagarnir fara svo í það að gera myndatöku í tengslum við hugmyndavinnuna, og svo er afraksturinn sýndur í lok námskeiðs.

Það er ekki skilyrði að hafa tekið mikið af ljósmyndum áður, heldur bara hafa brennandi áhuga á ljósmyndun og vera tilbúin að mæta með opnum huga í skemmtilegt ferðalag í ljósmyndaheimi í 5 daga.

Þeir sem ætla sækja námskeiðið fá smá heimaverkefni að safna saman í myndabunka það sem veitir hverjum og einum innblástur sem við notuðum síðan áfram í gegnum námskeiðið.

Það er frábært ef þáttekendur geta tekið með sér myndavél (má vera einnota myndavél, filmuvél af hvaða tagi sem er, stafræn myndavél, iphone…) og enn frábærra ef þáttakendur gætu tekið með sér tölvu.

Hlakka til að sjá ykkur!

Saga Sig | How do we tell stories?

Stories can be told in many ways, with words, dance, movies, performance art, photography and so on. In this workshop we will create stories and worlds with photographs.

Moments are captured with photographs. At the moment we take a picture, we put true stories of life around us on film or pixels. Happy stories and sad stories. Some photographs depict dream worlds like we often see in the fashion industry whilst photographers in the art world use their photographs to portray a societal satire or to interpret emotions.

It is important for photographers to find their own personal style with their photographs and sometimes it takes a long time. It is a process to learn how to develop your ideas just as it is to learn how to develop film in a darkroom. It is also a process to learn how to put ones ideas into the subject at hand.

Our goal is to dive into and under the surface of fashion, go beyond our creative boundaries, find our inner voice (or our “inner diaphragm”).

Photography, and especially fashion photography is a dialog: a dialog between the photographer and the subject at hand, a dialog with the environment where the photo is taken and also a dialog with other fields within art. We take a look at this dialog and examine how the photographer, the model, the stylist and the makeup artist work together at creating a photograph. Ísak Freyr, who is a makeup artist, tells us about his line of work and we will possibly have some surprise guests as well.

The first two days of the workshop will be used for idea development, parts of movies will be shown, photographers work will be studied as well as art, music, colors, forms, textures and so forth.

Technical matters will be explored lightly, a lesson in making a gif might be given, and it will be shown how to mix a set for a photo shoot by using materials at hand, e.g. tape, paper, fire works and plastic curtains…

The last three days will be used for a photo shoot in connection with our idea development and at the end of the course the end product will be exhibited.

It is not a requirement to be experienced with photography, but it is essential that a participant is very passionate about photography and that one is ready to keep an open mind and take an exiting journey into the world of photography for five days.

Participants will be asked to work on a home assignment before attending the course. The assignment is to take a few pictures of something with them, something that inspires them and these will be used throughout the course.

It would be spectacular if participants could bring a camera (it can be a disposable one, a camera with film, a digital camera, an iphone…) and it would be even better if participants could bring a computer of their own.

We look forward to see you!

sagasig.com
saganendalausa.blogspot.com