Behind the Scene? Hvað liggur að baki?

mynd_a

UPPSELT
Hvað gerist þegar ólíkir eintaklingar koma saman og þurfa að takast á við sömu verkefni í sama rýminu? Verður útkoman sú sama hjá öllum? Hvaða leið velur hver og einn sér?
Í listasmiðjunni verður hópurinn kynntur fyrir nálgun á hönnun fyrir sviðslistir. Hvernig það er að fá texta eða rými og byggja upp sjónrænan heim út frá því. Hvernig er hægt að setja upp sömu sýningar aftur og aftur?
Við munum gera tilraunir til þess að hjálpa okkur að losa um, láta hugann reika, skoða rými og texta og að lokum munu þáttakendur kynna sínar hugmyndir, sína nálgun, sitt verk.
Það er mjög mikilvægt að þáttakendur séu forvitnir, tilbúnir að taka áhættu og gera mistök. Þáttakendur eru hvattir til þess að koma með skissubók en það er aldeilis ekki nauðsynlegt að geta teiknað
Guðný Hrund Sigurðardóttir leikmyndahönnuður hefur unnið að ýmsum verkefnum tengt sviðslistum. Hún nálgast verkefnin sín af miklum krafti, eltir alla þræði og kemur þeim frá sér á sjónrænan hátt. Guðný hannaði Predator sem verður sýnt á LungA 2015.
SOLD OUT
What happens when different people come together and need to do the same projects in the same space? Will the outcome be the same? What path does each one choose?
In this workshop the group will be introduced to a way of designing for performance. How it is to have a text or a space and build a visual world around it. Why is it possible to put on the same show over and over again?
We will do some practices that will help us to loosen up, make the mind wander, explore spaces and text and at the end of the week the participants present their ideas, their approach, their piece.
It is super important for the participants to be curious, willing to take risks and make mistakes. The participants are recommended to bring a sketchbook but it is not necessary to be able to draw.

Guðný Hrund Sigurðardóttir theatre designer has worked at numerous productions for performance. Her approach is powerful, she follows every thread and presents them in a visual way. Guðný designed Predator, which will be performed at LungA 2015.