Man-Made Reality Manngerður raunveruleiki

kvissbumm-web

  • Hvað felur það í sér að vera óeðlilegur? En að vera eðlilegur?
  • Hvers vegna er óeðlilegt að karlmaður fari í kjól ?
  • Og hvers vegna er ekki lengur óeðlilegt fyrir konur að ganga í buxum, líkt og það var talið óeðlilegt fyrir um 100 árum?
  • Hvers vegna er eðlilegt að gifta sig?
  • Og hvers vegna er eðlilegt að vinna frá 8-16 alla virka daga og jafnvel lengur?

Í listasmiðjunni okkar á Lunga munum við með margvíslegum skapandi æfingum og verkefnum, leitast við að bregða ljósi á manngerðan og tilbúinn raunveruleika hvers og eins þátttakanda í listasmiðjunni.

Þar munu þátttakendur rannsaka sinn eigin hversdagslega veruleika, spyrja sig spurninga og vinna upp úr rannsóknarvinnunni sitt eigið listaverk, einir eða í samstarfi við aðra.

Niðurstaðan getur til dæmis orðið gjörningur/uppákoma á förnum vegi eins og hópur jakkafataklæddra bankamanna með blöðrur að borða tyggjóís, grein í fréttablaðið, mikilvægt símtal á undarlegum stað, tónleikar eða eitthvað allt annað.

  • What is it to be abnormal? How about being normal?
  • Why is it abnormal for a man to wear a dress?
  • Why is it not abnormal anymore for women to wear pants like it was 100 years ago?
  • Why is it normal to get married?
  • Why is it normal to work from 08-16 all weekdays and even longer hours?

In our workshop at LungA festival we are planning to shed light on the human-made reality of each participant through various creative exercises.

The participants will investigate their own mundane reality, ask themselves questions and in conclusion of their investigations they will create their own work of art, alone or in cooperation with others.

The outcome could be for example a performance in public where a group of bankers in suits with balloons eat ice cream, or an article in a newspaper, important phone call in an odd place, a concert or something else entirely.

kvissbummbang.com