No Limit – Limb It!

maggasaga

DANS og LITIR, DANS og TILFINNINGAR, DANS og LANDSLAG, DANS í BLINDNI og DANS í HLJÓÐI, DANS ÚTI og DANS INNI, AÐ DANSA EINN og AÐ DANSA MEÐ ÖÐRUM.

Að dansa eins og enginn sé að horfa, og að dansa einsog allir séu að horfa.

Dansararnir Margrét Bjarnadóttir & Saga Sigurðardóttir leiða smiðju þar sem allt þetta verður reynt og fleira til. Þátttakendur þurfa ekki að hafa stundað dansnám en áhersla verður lögð á að þora að stíga út úr vananum og þenja eigin mörk. Lykilatriðið er að finnast gaman að dansa.

Margrét Bjarnadóttir og Saga Sigurðardóttir hafa komið víða við sem dansarar og danshöfundar, bæði í samstarfi við hina ýmsu listamenn og í eigin verkum, oft saman sem tvíeykið saga&magga en einnig með sviðslistahópnum “Ég og vinir mínir”, sem þekktur er fyrir hinar vinsælu sýningar Húmanimal (2009) og Verði þér að góðu (2011). Saga&magga hafa unnið til Grímuverðlauna og flutt dansverk sín víða – í Þjóðleikhúsi Íslands, á Reykjavík Dance Festival, TUPP Performance Festival í Svíþjóð, BodyWord Festival í St. Pétursborg, NúnaNow Festival í Manitoba, Transeuropa Festival í Þýskalandi og LÓKAL leiklistarhátíð í Reykjavík.

Nýlega fluttu þær ásamt danshöfundinum Dani Brown í Kassa Þjóðleikhússins verk Margrétar, ON MISUNDERSTANDING, sem unnið var í samstarfi við myndlistarmanninn Elínu Hansdóttur og framleitt af K3 Kampnagel í Hamborg.

Saga&magga eru kjarnameðlimir í Leikhúsi listamanna sem staðið hefur að reglulegum gjörningakvöldum í Þjóðleikhúskjallaranum síðan í ársbyrjun 2011. Þær útskrifuðust báðar af danshöfundabraut ArtEZ listaháskólans í Arnhem, Hollandi (2006). Þær hafa áður kennt og haldið námskeið við ýmis tilefni, m.a. hjá Listaháskóla Íslands og á LungA.

DANCE and COLOUR, DANCE and EMOTIONS, DANCE and LANDSCAPE, DANCE WITHOUT SIGHT, DANCE WITHOUT SOUND, DANCE IN THE OUTDOORS, DANCE INDOORS, DANCE ALONE and DANCE WITH OTHERS. To dance like nobody is watching and to dance like everybody is watching.

The dancers Margrét Bjarnadóttir & Saga Sigurðardóttir lead a workshop where all of the above mentioned will be experimented. Participants do not have to be experienced dancers but it will be emphasized for them to exceed their boundaries. The most important element here is to be interested in dancing and have fun whilst doing it.

Margrét Bjarnadóttir And Saga Sigurðardóttir have been around as dancers and choreographers, both in collaboration with various artists and with their own performances, often as the duo “saga&magga” but also together with the performance group “Ég og vinir mínir” (me and my friends) which is known for the successful performance Húmanimal (2009) and Verði þér að góðu (2011).

Saga&magga won the Icelandic Gríman price and have traveled with their dance performances around the world – in Icelands national theater, at Reykjavík Dance Festival, TUPP Performance Festival in Sweeden, BodyWord Festival in St. Peters burg, NúnaNow Festival in Manitoba, Transeuropa Festival in Germany and LÓKAL theater festival in Reykjavík.

They performed just recently, together with the choreographer Dani Brown, in the Icelandic national theater a work by Margrét, ON MISUNDERSTANDING, in collaboration with Elín Hansdóttir and produced by K3 Kampnagel in Hamborg.

Saga&magga are core members of Leikhús listamanna that hosts performance nights on regular basis since 2011. They are both graduates from ArtEZ art university in Arnhem, Holland (2006) and have both thought and hosted various workshops for example at Iceland Art academy and LungA .

margretbjarnadottir.com