Öldurót tímans

photo

frásagnarsmiðja um tíma, tóm og endurtekningu.

In essence, everything in the entire universe is intimately linked with each other as moments in time, continuous and separate.- ókunnur Zen master

Í smiðjunni verður leikið á mörkum heimspeki og lista þar sem tíminn er rannsóknarefnið.

Tíminn er og verður okkur kannski alltaf hulin ráðgáta, og það er einmitt dulúðin í því sem við getum ekki vitað sem dregur okkur til sín. Hvað er tími? Hver er stundin á milli stunda, sú sem átti sér stað áður en þú áttaðir þig á því og hvarf áður en þú vissir? Hvernig og hvers vegna aðskiljum við eina stund frá annarri? Hvernig upplifum við tíma og hvernig birtist hann í sköpun og list?

Að skapa og segja frá er að endurskapa tíma, liðinn tíma, ókominn tíma, samtíma. Er nokkurn tímann hægt að endurtaka augnablik, frysta augnablik? Yrði það kannski eins og að frysta öldurotið, eða fanga tómið? Hvernig lifir andartakið í frásögu og að hvaða leyti hlýtur það að verða að einhverju nýju í túlkun þess sem segir frá, leikur eða spilar með stundina? Hvenær hefst frasögnin og hvenær lýkur henni?

Í smiðjunni vinnum við með tól sviðslista, tónlistar og útvarpsþáttagerðar í túlkun okkar á efninu. Leikið verður með listform og þátttakendur hvattir til að tjá túlkun sína á efninu á þann hátt sem þeir vilja.

Smiðjuna leiða Ragnheiður Harpa Leifsdóttir og Marteinn Sindri Jónsson

In essence, everything in the entire universe is intimately linked with each other as moments in time, continuous and separate.- unknown Zen master

We will dance on the borders of philosophy and art as we dive into a investigation on time.

The essence of time remains a mystery to us, it provokes our curiosity, drawing us in. What is time? How do we experience time, and how do we narrate time and experience in our stories and creations? How do we define one moment from another, as one begins – another ends. What happens to the moment in between moments, the one happening before you realize and disappears before you notice? What is it to capture a moment?

In creating stories we might ask these questions of time, in recreating time, a time past, a time yet to be or a time of now. Can you freeze a moment in time, or would it be like trying to grab waves? How does a moment live on in stories, and how do they change and become something new? What power does the storyteller posess to play with time? When does a story begin and when does it end?

In the workshop we will work with tools of performance, music and radio. We will cross borders of creation, throwing everything up into thin air while participants choose what speaks to them to create moments in time.

The workshop leaders are Ragnheiður Harpa Leifsdóttir and Marteinn Sindri Jónsson