The Expansion of the Oscillators II Óravíddir Sveiflugjafanna II

Óravíddir Sveiflugjafanna II

Arnljótur og Úlfur leggja í fjársjóðsleit hljóða þar sem hljóð og hljóðbylgjur verða kveikjan að nýsköpun í hljóðfærasmíði.

Vangaveltur undir berum himni um eigindi hljóðs og tónlistar leiða til þess að þáttakendum verður hjálpað við að þróa hljóðfæri eftir eigin hugmyndum, hvort sem þau eru strokin, slegin, plokkuð eða blásin.

Notast verður við efnivið úr nánasta umhverfi, hópurinn mun spila saman og að lokum verður efnt til tónleika þar sem spilað verður á nýsmíðar þáttakenda.

Úlfur er fæddur árið 1988 og hefur verið
virkur í tónlistarlífinu á Íslandi í fjölda ára.
Hann hóf nám við nýmiðlabraut Listaháskóla
Íslands árið 2008 og hefur síðan þá
gefið út tvær sólóplötur. Hann hefur einnig
unnið hljóðverk fyrir innsetningar af ýmsu
tagi og samið tónlist fyrir stuttmyndir.

Arnljótur Sigurðsson (f.1987) er ungur tónlistarmaður sem lifir og starfar í Reykjavík.
Hann syngur og spilar á bassa með hljómsveitinni Ojba Rasta auk þess sem
hann leikur með Sin Fang og hefur tekið þátt í ýmsum menningartengdum verkefnum.
Sem stendur vinnur hann að nýrri plötu Ojba Rasta sem er væntanleg síðsumars.
Arnljótur er áhugamaður um skák, vísindi og kosmósinn.

Arnljótur Sigurðsson & Úlfur Hansson

Arnljótur and Úlfur go on an audial treasure hunt where sound and soundscapes become the source for innovative instrument making.

Speculations under the bare blue sky about the properties of sound and music lead to the participants developing instruments from their own ideas with help from the instructors, whether they be stroked, beat, plucked or blown.

We will use materials from our surroundings, the group will play music together and finally the group will put on a concert where participants play their newly made instruments.