Personal space Persónulegt rými

alla

Aðalheiður S. Eysteinsdóttir er leiðbeinandi og Brák Jónsdóttir aðstoðarmaður.

Þátttakendur meiga vera með eigin teikniáhöld og skissubók.

Persónulegt rými er eins einstaklingsbundið og orðið gefur til kynna. Rými þar sem hver manneskja finnur sig örugga líkt og í móðurkviði. Stundum mikið og loftkent, stundum lítið og þétt og allt þar á milli. Rými getur líka myndast með hljóði eða athöfnum eins og að lesa bók. Flest höfum við ákveðin þolmörk gagnvart umhverfinu og hleypum ekki öðru fólki þar inn. Talað er um 45 cm radius fyrir náin kynni, 120 cm fyrir vini og 360 cm fyrir allmenning.
Við höfum öll upplifað að fólk kemur of nærri og vera í of þröngu rými með fjölda manns. En vonandi líka að hafa andrúm og nægt rými til athafna.

Að vinna persónulegt rými í áþreifanlegt form getur tekið á sig hvaða mynd sem er og úr hvaða efni sem er.

Þátttakendur hefja leikinn með hugmyndavinnu og skemmtilegum tilraunum með eigin þolmörk. 
Farið verður í hráefnisleit um bæinn og staðsetning skoðuð fyrir hvern og einn.
Á hverjum degi verða þátttakendur settir í aðstæður þar sem þeir munu takast á við óvæntar uppákomur.

Síðan vinnur hver og einn sitt persónulega rými með aðstoð og leiðsögn Aðalheiðar.

Aðalheiður S. Eysteinsdóttir & Brák Jónsdóttir.

Participants are free to bring their own drawing supplies and sketchbooks.

Personal space is as personal as the word describes.
A space where each individual feels as safe as in their mothers womb.
Sometimes wide and airy, sometimes narrow and thick with atmosphere, and everything in between. Space can also be acquired through sound or activity, like reading a book. Most of us have a certain tolerance limit for our surroundings which we do not let others enter. Generally 45 cm for close relationships, 120 cm for friends and 360 cm for strangers.
We have all experienced people coming too close, or simply being in a tight spot with too many people, but hopefully also to have an open atmosphere and enough space for our activities.

To construct the idea of personal space into a tangible subject can take on any form and involve any material.

Participants begin with brainstorming and some fun experiments with their own tolerance limits.
Participants will go material scavanging around town and look for the ideal space for each and everyone.
Everyday the participants will be put into situations where they will have to deal with unforseen circumstances.

Finally each participant constructs his own personal space with assitance and guidance from Aðalheiður.