Ghost in the Machine Sálin í vélinni

Screen Shot 2017-05-08 at 13.36.07

Ef þú værir vélmenni, hvernig vélmenni værirðu?

Námskeiðið byrjar á undirstöðuatriðum í forritun á Arduino smátölvum.

Síðan tekur við hugmyndavinna og smíði á verkefnum / skúlptúrum sem er stýrt af smátölvum og geta hreyfst, hlustað, séð, haft samskipti — haft áhrif á umhverfi sitt.

Persónuleiki vélanna verður kannaður og reynt að finna hvar mörkin milli manns og vélar liggja.

Stefán Finnbogason útskrifaðist úr Myndlistaskóla Reykjavíkur 2014 og hefur síðan þá stundað nám í vöruhönnun frá Listaháskóla Íslands. Hann hefur unnið að gerð gagnvirkra innsetninga en þar má nefna helst verk sem hann vann fyrir Hönnunarmars 2016 ásamt Halldóri Eldjárn. Innsetningin samanstóð af kassakvittunarprenturum sem var breytt til þess að taka við upplýsingum frá Instagram og prenta út þær myndir sem merktar voru með myllumerki hátíðíarinnar. Prentararnir voru frístandandi víðsvegar um bæinn og myndirnar prentuðust í rauntíma svo fólk gat fylgst með sinni mynd prentast og tekið sér eintak.

Nýjasta verkfni Stefáns í þessum dúr er sturta sem gengur fyrir söng. Styrkur söngsins ákvarðar vatnsflæðið — því hærra sem sungið er, því meira vatn. Sturtan var búin til út gömlu slökkvitæki og gengur fyrir rafhlöðu sem gerir hana algjörlega færanlega og er tilvalin í neyðartilvikum, hvar sem manni sýnist.

Halldór útskrifaðist frá Tónlistarskóla FÍH 2013 sem trommuleikari, og kláraði B.Sc. gráðu í tölvunarfræði frá HÍ 2015. Síðan þá hefur hann unnið sjálfstætt að gerð vefsíðna og snjallforrita undir merkjum Stafla (staf.li). Snemma árs 2016 lentu Halldór og Þórður Hans Baldursson í fyrsta sæti í samkeppni um gagnvirkt listaverk til að sýna á glerhjúp Hörpu á Vetrarhátíð, með verk sitt Slettireku, þar sem hverjum sem er gafst kostur á að „mála“ Hörpuna að utan gegnum snjallsímann sinn. Haustið 2016 frumflutti Halldór sóló-tónlistarverkefni á Iceland Airwaves, en það samanstendur af sjálfspilandi hljóðfærum sem hann hefur verið að smíða og forrita, og hlaut mikið lof þeirra sem á hlýddu. 2017 kom út verkið Poco Apollo, en það er sjálfskapandi tónlistarverk sem semur tónlist útfrá myndasafni NASA frá Apollo tunglferðunum. Hver mynd í því safni á sér því samsvarandi tónverk í Poco Apollo.Sjá (pocoapollo.hdor.is)

stestestefan.tumblr.com
hdor.is

If you were a robot, what kind of a robot would you be?

This workshop will start with fundamental concepts of programming the Arduino micro-computer.

Brainstorming and formation of projects will follow. The projects should be computer controlled, and might be able to move, listen, see, communicate — have effect on their surroundings.

We will examine the machine’s personalities and explore the boundaries of men and machines.

Stefán Finnbogason graduated from Reykjavík School of Visual Arts in 2014 and has since then studied Product Design from Iceland Academy of the Arts. He has worked on interactive installations; most notably a project he made for Design March 2016 in Reykjavík with Halldór Eldjárn. The installation consisted of thermal receipt printers modified to receive information form Instagram and print out photos marked with the official hashtag of the event. The printers were standing around the city and photos were printed out in realtime for people to observe or for personal use.

The singing shower is his newest project. It’s a shower that is controlled by you singing — the louder you sing the more water flows. The shower was made from an old fire extinguisher and is battery powered, making it fully mobile as an emergency singing shower, anywhere you wish.

Halldór graduated from FÍH music college in 2013 as a percussionist, and finished a B.Sc. degree in Computer Science from University of Iceland. Since then he has been working as a freelance web developer and app programmer at his own company Stafli (See more:staf.li). Early 2016, Halldór and Þórður Hans Baldursson won a competition where participants were to design an interactive artwork to display on concert hall Harpa’s LED-lit glass façade. They came up with the idea of enabling users to splatter virtual paint, via their smartphone, and called the stunt “Harpa Paint Splatter” (See more:paint.is). Autumn 2016 Halldór debuted his solo-project at the Iceland Airwaves music festival, which consists mainly of self-playing robotic instruments he has been building and programming. In spring 2017, Poco Apollo, a generative music experience was released (pocoapollo.hdor.is) which uses images from NASA’s Apollo space missions as input and outputs musical themes determined by the pictures’ content.

stestestefan.tumblr.com
hdor.is