Improv Spuni

improv.dora_.volkswagen

Improv eða Spuni er í grunninn að fara á svið og búa til efni á staðnum.
Í vinnusmiðjunni lærum við undirstöðuatriðin í ,,The Harold,.

,,The Harold,, er svokallað ,,long-form,, kómedíu-spuna-aðferð sem notið hefur mikillar hylli í Bandaríkjunum seinustu ár.

Hvernig getum við búið til (spunnið) gaman-leiksýningu frá grunni, með ekkert fyrirfram ákveðið, fyrir framan áhorfendur.

Þátttakendur þurfa ekki að hafa reynslu í leiklist. Allir geta spunnið. Við gerum það öll allan tímann í okkar dags daglega lífi. Þar er ekkert handrit til.

Fyrsta reglan er að það er engin regla. En samt… Ekki vera búinn að ákveða neitt fyrirfram. Ekki hugsa. Allt er mögulegt og það er ekki til neitt sem heitir mistök. Með strúktúr og aðferðum lærum við að búa til fyndnari, áhugaverðari og sniðugari senur. Mikil hefð er fyrir spuna-leiksýningum í Bandaríkjunum og margir af stærstu grínleikurum Bandaríkjanna koma úr ,,The Harold,,-leikhópum t.d Tina Fey, Mike Meyers, Amy Poehler, Steve Carell, Chris Farley og fleiri. Handritshöfunda-teymi nota einnig aðferðina mikið til að búa til efni. Aðferðin er í leiðinni frábært tæki til leikara-þjálfunar. Við lærum að vera í núinu, hlusta, bregðast við og vera hreinskilin. Sannleikurinn er fyndnastur.

(The Harold): ,,it´s the Zen approach to comedy,, -Mike Meyers.

,,it is something that is created slowly, out of the moment. It is spontaneous and magic,, -Chris Farley

Dóra Jóhannsdóttir leikkona er búsett í New York þar sem hún er að læra,,The Harold,, hjá Upright Citizens Brigade leikhúsinu.

Dóra útskrifaðist úr leiklistardeild LHÍ 2006 og var fastráðin hjá Þjóðleikhúsinu og seinna Borgarleikhúsinu. Hún lék m.a í Leg eftir Hugleik Dagsson og Hótel Volkswagen eftir Jón Gnarr auk þess sem hún stofnaði ásamt öðrum leikhópinn Ég og Vinir Mínir sem setti upp dansleikhús-verkin Húmanimal og Verði þér að góðu.

Dóra Jóhannsdóttir

Fundamentally, improv means going on stage and creating material on the spot.
In the workshop we will go through the basics of “The Harold”.

“The Harold” is a so called “long-form” comedy-improv method that’s become popular in the United States of America for the past years.

How can we improvise a comedy act from scratch, in front of the audience, with nothing pre-decided?

No previous acting experience is required by the participants. Everyone can improv. We all do, all day in our daily life.

The first rule of improv is that there is no rule, however… Don’t have anything pre-decided. Don’t think. Everything is possible and there are no such things as mistakes. Through structures and methods we’ll learn to make funnier, smarter and more interesting scenes.

There is a strong tradition for improv acts in the USA and a lot of the biggest comedy actors come from “The Harold” groups, like Tina Fey, Mike Meyers, Amy Poehler, Steve Carell, Chris Farley and many more. Screenwriters also commonly use the method when making material.

The method is also a great tool for training actors. We learn to exist in the now, listen, react and be honest. The truth is the funniest thing there is.

(The Harold): “it’s the Zen approach to comedy” –Mike Meyers

“it is something that is created slowly, out of the moment. It is spontaneous and magic” – Chris Farley