Videoworkshop Vídeó smiðja

Videoworksjopp

Myndavélar og tölvur, er síminn þinn ekki heima? Hvað er myndavél, og afhverju tekurðu “svona” video, hvað er tímalína og afhverju þarftu klukku?

Nemendur fara á flug við gerð hreyfi og kvikmynda, eftirvinnslu þeirra og miðlun. Við förum yfir undirstöðuatriði kvikmyndatöku og rýnum í tímalínuna.

Í stafrænu Vídeó/Vídjó smiðjunni á LUNGA fær forvitni og sköpunarkraftur einstaklingsins að njóta sín, jafnt sem kostir teymisvinnu verða nýttir til hins ýtrasta. Farið verður yfir hvaða kvikmyndatökubúnaður og eftirvinnsluforrit sem henta best hverju sinni. Þáttakendur er hvattir til að mæta með öll hugsanleg tæki og tól sem þeir telja að geti nýst þeim við fagurfræðilegar áskoranir í smiðjunni.

Við munum setja upp höfuðstöðvar hins stafræna sjónlistarveldis í miðbæ Seyðisfjarðar og breiða út áróður hins fagra.

Hrund Atladóttir hefur fengist við vídjólist og hreyfimyndagerð í fjölda ára og unnið að verkefnum jafnt hér heima sem og erlendis.

Bjarni Einarsson vinnur sem sjálfsstætt starfandi kvikmyndagerðarmaður með frábærum árangri.

Cameras and computers, is your phone at home? What is a camera and why are you taking “this kind of” video, what is a timeline and why do you need to use a clock?

Participants will dive into the world of animation and movies, editing and media.

We will be going over the basics of filming and looking into the timeline. In the digital video workshop at LungA, curiosity and creativity of the individual is key, along with exploring the nature of working in teams.

Within the workshop we will be going through equipment and editing programs best suited to each individual. Participants should bring all equipment and tools they think could be useful in order to create the aesthetic challenges of the workshop.

Our digital visual art headquarters will be based in central Seyðisfjörður, spreading the propaganda of beauty.

Hrund Atladóttir has a long experience in video art and animation both in Iceland and abroad.

Bjarni Einarsson is working as an independent filmmaker with great success.