Video work Vídeó verk

LUNGAmanililja

Vídeó verk með 
Lilju Birgisdóttur og Mána M. Sigfússyni

Í listsmiðjunni mun hópurinn kanna mögleika vídjó miðilsins. Með tilkomu snjallsíma, myndavéla með hd upptöku og Ipad-a er vídjó gerð orðin öllum aðgengileg og möguleikarnir endalausir. Vídjó sem listform verður skoðað út í hið ítrasta og mun hver þáttakandi vinna sitt eigið vídeó verk. Kennd verða grunnatriði á upptökuvélar og allt því tilheyrandi, myndvinnsluforritin: premere og after effects (og hljóðvinnsluforrit, ef áhugi er fyrir hendi) og hvernig hægt er að skissa í vídeó.

Farið verður yfir myndbandsferlið eins og það leggur sig frá A-Ö og hugmyndavinna, skipulagning, og eftirvinnsla skoðuð.

Námskeiðið er mjög opið og kemur hvað sem er til greina, hægt er að vinna með eldra myndefni, efni tekið upp á staðnum, ljósmyndir, teikningar eða hvað sem einstaklingnum finnst passa. Við mælum samt með því að folk nýti sér aðstæður og aðstoð okkar til að taka upp eigið efni.
Við komum með tæki og tól til þess að setja upp lítið studio. Við biðjum þátttakendur um að taka með sér Mac fartölvu (skilyrði), og myndavél eða vídeómyndavél, ef þeir eiga slíkt, en Það er ekki skilyrði fyrir þátttöku, en því meiri búnað sem við höfum, því betra.

Lilja Birgisdóttir útskrifaðist frá myndlistardeild Listaháskóla Íslands árið 2010 og hefur sýnt hér heima og erlendis. Hún hefur mikið unnið með vídeó í verkum sínum bæði sjálfstætt og í innsetningum. Lilja býr og starfar í Reykjavík.

Máni M. Sigfússon útskrifaðist frá myndlistardeild Listaháskóla Íslands 2013 og hefur séð um leikstjórn, upptöku og eftirvinnslu á ótal tónlistarmyndböndum og video og þekkir því miðilinn vel. Hægt er að sjá verk eftir Mána á eftirfarandi síðu: http://manimsigfusson.tumblr.com/

Video work with 
Lilja Birgisdóttir & Máni M. Sigfússon

In the workshop the participants will investigate the potential of the video. In the age of smart phones, cameras, HD recorders and i-pads, video production has become accessible to most everyone and the possibilities endless. The video as an art form will be investigated to the fullest where each participant will work on his own video project. There will be an introduction of the fundamentals of cam-recorders and video editing software, as well as an introduction to sketching with video.

The workshop will cover how video projects work from concept to post production. 

The workshop is very open ended when it comes to material. Old footage, footage recorded in Seyðisfjörður, photographs, drawings or whatever the participant thinks is relevant. We do advice that participants take full advantage of the workshop and instructors to record their own material in Seyðisfjörður.

We will be bringing equipment to put up a small studio. We ask the participants to bring with them a Mac laptop (a requirement), a camera or a cam recorder if they’ve got access to one, this is not a requirement however, but the more equipment we’ve got, the better.

Lilja Birgisdóttir graduated from the visual arts department of the Icelandic University of Arts in 2010.
She has exhibited in Iceland and abroad. She works with video as an independent art form as well as video as a part of installations. Lilja lives and works in Reykjavik.

Máni M. Sigfússon graduated from the visual arts department of the Icelandic University of Arts in 2013.
He has directed, recorded and handled post production of loads of music videos and other video works, and is quite familiar with the medium. Máni’s work can be seen here : http://manimsigfusson.tumblr.com/