Þorvaldur Jónsson Þorvaldur Jónsson

tre

Þorvaldur Jónsson (f. 1984) lauk B.A. námi í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2009. Hann hefur haldið sex einkasýningar auk fjölda samsýninga á Íslandi og erlendis. Hann sækir gjarnan Innblástur fyrir verk sín til náttúrunnar, dýraríkið og fortíðina. Með málverkum sínum leitast hann við að endurskapa draumkenndar senur eða hálfgerðar sögur sem ganga helst út á að skapa ákveðna stemningu og sögusvið; útópíska veröld fulla af náttúrurómantík sem á sama tíma hefur alvarlegan og oftar en ekki drungalegan undirtón. Auk þess að vera þáttakandi í sýningum hefur Þorvaldur verið virkur í sýningarhaldi. Þá ber helst að nefna listahátíðina Festisvall þar sem hann hefur verið einn af sýningastjórum síðustu ár.

http://thorvaldurjonsson.wordpress.com