Ætlarðu ekki að brosa?

Bros-web

Hefur þig alltaf dreymt um að geta brosað fullkomlega á ljósmyndum en aldrei verið alveg viss um hvernig andlitsvöðvana ber að virkja? Þá er lausn í sjónmáli!

Á LungA 2014 munu brossérfræðingar aðstoða þig við að framkalla bros sem þú vissir ekki að þú byggir yfir. Nákvæmar mælingar munu rétta andlit þitt, munnviprur, augnsvip og líkamsstöðu og loksins kenna þér að brosa fallega fyrir framan myndavélina.

Verkið er hluti af rannsókn Katrínar Helenu Jónsdóttur, listnema og Marteins Sindra Jónssonar, heimspekings, á brosinu og þýðingu þess í menningu okkar.

Ljósmyndirnar sem verða teknar af fullkomnu brosunum verða síðan notaðar frekar í rannsókninni og þá með mannfræðilegum og strangvísindalegum hætti.

Það eina sem þú þarft að gera til að taka þátt í rannsókninni er að bursta tennurnar vel og greiða á þér hárið.

Ekki láta þetta gullna tækifæri framhjá þér fara og lærðu að sýna myndavélinni þitt besta andlit!

Hefur þig alltaf dreymt um að geta brosað fullkomlega á ljósmyndum en aldrei verið alveg viss um hvernig andlitsvöðvana ber að virkja? Þá er lausn í sjónmáli!

Á LungA 2014 munu brossérfræðingar aðstoða þig við að framkalla bros sem þú vissir ekki að þú byggir yfir. Nákvæmar mælingar munu rétta andlit þitt, munnviprur, augnsvip og líkamsstöðu og loksins kenna þér að brosa fallega fyrir framan myndavélina.

Verkið er hluti af rannsókn Katrínar Helenu Jónsdóttur, listnema og Marteins Sindra Jónssonar, heimspekings, á brosinu og þýðingu þess í menningu okkar.

Ljósmyndirnar sem verða teknar af fullkomnu brosunum verða síðan notaðar frekar í rannsókninni og þá með mannfræðilegum og strangvísindalegum hætti.

Það eina sem þú þarft að gera til að taka þátt í rannsókninni er að bursta tennurnar vel og greiða á þér hárið.

Ekki láta þetta gullna tækifæri framhjá þér fara og lærðu að sýna myndavélinni þitt besta andlit!