Teikning er ferðalag

boys-web

Teikningin er ferðalag og myndefnið verður til af innblæstri alls þess sem við upplifum á leiðinni.
Ferðin á Seyðisfjörð er gríðarlega hlaðin, allt frá tignarlegri og fallegri náttúru að akstursbræddum 5 aura bröndurum. Allt er efniviður í listsköpun.
Hátíðin mun að sjálfsögðu hafa áhrif á okkur, fólkið og hljóðbylgjur þeirra, húsin og fjöllin, birtan og skugginn.
Við flæðum um yfirborð myndflatarins, flökkum frá hægri til vinstri og í allar mögulegar áttir eftir því hvernig línur lækjarinnar liggja og myndefnið þróast hægt en ákveðið eins og dropi af bleki sem lendir í kúlulaga gleríláti.

Arnór Kári Egilsson
Gylfi Freeland Sigurðsson
Sigurður Þórir Ámundason

Teikningin er ferðalag og myndefnið verður til af innblæstri alls þess sem við upplifum á leiðinni.
Ferðin á Seyðisfjörð er gríðarlega hlaðin, allt frá tignarlegri og fallegri náttúru að akstursbræddum 5 aura bröndurum. Allt er efniviður í listsköpun.
Hátíðin mun að sjálfsögðu hafa áhrif á okkur, fólkið og hljóðbylgjur þeirra, húsin og fjöllin, birtan og skugginn.
Við flæðum um yfirborð myndflatarins, flökkum frá hægri til vinstri og í allar mögulegar áttir eftir því hvernig línur lækjarinnar liggja og myndefnið þróast hægt en ákveðið eins og dropi af bleki sem lendir í kúlulaga gleríláti.

Arnór Kári Egilsson
Gylfi Freeland Sigurðsson
Sigurður Þórir Ámundason