Shore Carpet Fjöruteppi

teppaportrait-web
Þórdís Erla Zoëga

Einhvers staðar í Seyðisfjarðarfjörunni mun bera fyrir augu mottu í flæðamálinu. Hún verður samansett úr steinum máluðum í mismunandi litum.

Mottur og teppi hafa yfirleitt huggulegan blæ yfir sér og minna á heimilislíf en þær geta verið notaðar í ýmsum tilgangi t.a.m. bænamottur. Einnig eru þær tengdar hjátrú og má þá nefna hin goðsagnakenndu töfrateppi sem að eiga að geta flogið þegar að manneskja fær sér sæti á það.

Smátt og smátt mun sjórinn taka með sér steinana og leysa upp mynstrið sem að myndar mottuna.

Þórdís Erla Zoëga (f.1988) býr og starfar í Reykjavík. Hún lauk BFA námi árið 2012 úr Audio Visual deild Gerrit Rietveld Academy í Amsterdam þar sem hún bjó í 4 ár og eyddi svo síðasta ári í Berlín. Hún hefur tekið þátt í fjölda sýninga á Íslandi sem og víða erlendis.

www.thordiz.com

Somewhere in the shore of Seyðisfjörður a giant rug will come before you. It will be assembled by stones painted in different colors.

Rugs and carpets usually have a warm feel and call to mind homelife but they have been used for various purposes, such as praying rugs. Furthermore are they associated with superstition, for example the illustrious magical carpet that supposedly can fly when a person sits on it.

Gradually the ocean will go over the stones and over time dissolve the pattern that creates the rug.

Thordis Erla Zoega (b.1988 )recently moved back to Reykjavík after spending the past year in Berlin. In 2012 she finished her BFA degree from The Audio Visual Department of Gerrit Rietveld Academy in Amsterdam where she studied for 4 years. She has participated in many exhibitions internationally.

www.thordiz.com