Daníel Daníel

19549761_10156304951322738_1972007709_o

Myndlistarsýningin “Daníel” eftir Daníel Björnsson, opnar laugardainn 15 júlí kl 20:15, í andyri Herðubreið.

Daníel er fæddur 22. desember 1998 á Seyðisfirði. Daníel stundar nám á starfsbraut við Menntaskólann á Egilsstöðum. Daníel hefur teki þátt í List án Landamæra á Seyðisfirði og sýnt meðal annars teikningar, ljósmyndir og frumsamið hljóðverk.

Daníel hefur sýnt og komið fram á LungA nokkrusinnum áður, síðast í fyrra en þá var Daníel einn af þremur sem tók þátt í samsýningunni Þríhöfði sem unnin var í samstarfi við Odd Eystein Friðriksson (Odee) í tengslum við listahátíðina og vakti sú sýning mikla athygli.

Þessi sýningin Daníels, sem er unnin út frá handleiðslu Odds Eysteins Friðrikssonar (Odee), er unnin út frá hugmyndum um fordómaleysi listamannsins sjálfs, þá hvernig hlutföll eru skynjuð og geta birst í hinum ýmsu myndum. Útkoman kemur endalaust skemmtilega á óvart.

“Daníel” by the visual artist Daníel Björnsson, opens Saturday July 15th in Herðubreið.