Reasoning Romance Rökhugsun um rómantík

hrafnhildurogjulia-web

Hrafnhildur Helgadóttir og Júlía Hermannsdóttir munu bjóða gestum að fylgjast með og taka þátt í sýningu sem tekst á við skrásetningu á atburðum líðandi stundar. Sýningin verður staðbundin og persónuleg og gestir eru hvattir til að staldra við og miðla eigin tilfinningum og upplifun á hátíðinni. Fortíðarþrá, unglinga-rómantík, fyrstu kynni, vonir og fyrirfram mótaðar hugmyndir verða sérstakt rannsóknarefni. Teikning verður verkfæri sýningarinnar og mun hún birtast í mörgum myndum og miðlum.

Hrafnhildur Helgadóttir and Júlía Hermannsdóttir invite festival guests to observe and take part in an exhibition which deals with the recording of passing events. The exhibition will be personal and specific to the location and time of LungA and guests are encouraged to stop by and communicate their own feelings and experience of the festival. Special attention will be paid to nostalgia, teenage romance, first encounters, hopes and preconceptions. Drawing will be the main tool used to record and communicate and it will appear in various forms and media.