Be right back, the studio is closed Skrapp aðeins frá, stúdíóið er lokað

siggiarni-web1
Árni Már Erlingsson & Sigurður Atli Sigurðsson

Töluðum við ekki um að setja upp stúdíó? Og að vera eitthvað að vinna þar og þar væri sýningin líka, eða bara vera þar eitthvað og lifa þar. Síðan ef við færum einhvert færi stúdíóið þangað mað okkur. Eða kannski myndum við bara setja miða í gluggann þar sem stæði “Skruppum aðeins frá, stúdíóið er lokað”, tölum aðeins um það. Þá færum við kannski í sund eða út að hjóla. Við gætum kannski prentað og skúlptað á þessum stað og buðið fólki í kaffi. Þetta væri sko staður sem væri eins og heima hjá okkur, mér finnst líka að fólk ætti að gera list heima hjá sér. Þú getur stillt einhverju upp ef þér sýnist og síðan kemur einhver í heimsókn og virðir það fyrir sér. Þetta er staðurinn sem við vorum að tala um.

Didn’t we talk about setting up a studio? And doing some work there and there would also be an exhibition, or just stay there and live there. Then if we’d go out the studio would follow us. Or maybe we’d just put a note in the window saying “Be right back, the studio is closed”, let’s talk about that. Then we might go swimming or bicycling. We might print and sculpt in this place and invite people over for a coffee. Essentially this place would be like our home, anyways I think people should be making art in their homes. You could make some kind of a display and then someone comes over for a visit and looks at it. This is the place we were talking about.