Sýnódísk Trópík

2 TanjaLevy-SynodiskTropik-Photo-MagnusAndersen-web2-crop

Vertu velkomin í suðræna sveiflu á Seyðisfirði.

Fata- og textílhönnuðurinn Tanja Levý sýnir fatalínu sína, Sýnódísk Trópík sem innsetningu.

Fatalínan Sýnódísk Trópík er listlækning og raunveruleikaflótti hönnuðarins við skammdegisþunglyndi á köldum og dimmum vetrardögum. Sýnódík er umferðartími miðað við sól, séð frá jörðu. Líkt og sólin fer trópíski dagdraumurinn í heilan hring; þú vilt flýja raunveruleikann, þig dagdreymir, þú vaknar, við þér blasir hinn bitri hversdagsleiki og svo framvegis. Munstrin sækja innblástur í þá kaotísku stund þegar árásagjarnir fuglar birtast á himni og hringsnúast í undarlegum munstrum. Í raun eru fuglarnir að gogga í þig til þess að vekja þig úr trópískum dagdraumi.

Þar sem að fatalínan var unnin að vetri til, þegar beðið var eftir betri tíð er tilvalið að blása til veislu og halda upp á að sumarið sé komið. Þess vegna bjóðum við þér í suðræna og seiðandi veislu

Sjáumst seiðandi á Seyðisfirði!

Welcome to the tropical haven of Seyðisfjörður.

Fashion- and textile designer Tanja Levý will present her collection Synodic Tropic as an installation.

The collection is the designer’s art therapy for seasonal affective disorder during cold and dark winter days. Synodic is the period of time required for an object to complete a single orbital period, returning to the same position observing from another object. So this tropical daydream goes the whole circle: you want to escape reality, you daydream and something wakes you up to your bitter reality of everyday life. The prints are inspired by the chaotic moment when aggressive birds appear in the sky, circling in strange patterns. In fact, the birds are pecking you to wake you up from this tropical dream.

The collection was designed during winter while waiting for better times to come. Now the Spring has sprung and it is Summer celebration time! That is why we invite you to a tropical feast during LungA.

Lets enjoy the tropical bliss of Seyðisfjörður together!