Tvíhöfða þurs

tvihofdathurs-web

Elektrónískur dansgjörningur. Ein skepna, tveir líkamar. Sundrun og samvöxtur.

Tvinnuð voru hans augu með heftivír og höfuðlagið hert saman. Því hamlar hann með hinu illa og greiðir veg í því góða. Togstreitan sýgur eitrið hans úr frosnum þursahárum og af hneggi hans nötrar allt landið. Er hausar hans verða teknir og í bönd reknir og á brott leiddir mun þá endanleg uppgjör mannkyns liggja.

Tvíhöfða þurs samanstendur af Gígju Jónsdóttur og Elínu Signýju Weywadt.