Íslenska
English
LungA á langa sögu af listasmiðjum, sem standa yfir í heila viku. Að vikunni lokinni, á föstudeginum nánar til tekið, opna lokasýningar á sama tíma og LungA tónleikarnir hefjast sem eru opnir öllum sem tryggja sér miða! Þeir sam sækja listasmiðjurnar fá einstakt tækifæri til að koma sjálfum sér á óvart í öruggu umhverfi, og þeir kynnast sönnum töfrum LungA með heildrænni upplifun á öllu því sem hátíðin hefur uppá að bjóða. Hvort sem að þú ert að stíga þín fyrstu skref í list eða að þróa listsköpun þína lengra þá muntu finna listasmiðju sem hentar þér og þínum listrænu þörfum vel. Þú leggst í leiðangur þar sem margar óvæntar uppákomur munu hjálpa þér í að kynnast öðrum og sjálfum þér nánar. LungA er tilvalinn vettvangur fyrir þá sem hafa áhuga á því að starfa í skapandi geiranum og myndlistarheiminum!
Barna- og ungmennasmiðjur (4-21 árs)

LungA listahátíð ungs fólks verður haldin í sitt síðasta sinn nú í sumar. Að kveðjukossi verður boðið sérstaklega upp á þrjár fjölbreyttar og skemmtilegar listasmiðjur fyrir börn og ungmenni í von um að veita yngri kynslóðinni innblástur til áframhaldandi leik- og sköpunargleði á Seyðisfirði.


5 daga listasmiðja – lokað fyrir skráningar

75.000 kr.
Innifalið í verðinu er þátttaka í listasmiðju, gisting, morgunmatur, hádegismatur og kvöldmatur og miði á lokatónleika LungA.


Feminist Rave
Anna Kolfinna Kuran
Ívar Pétur Kjartansson
Guðný Hrund Sigurðardóttir

Hefur þú gaman af að dansa? Hefur þú gaman af tónlist? Hefur þú áhuga á femínisma?

LungA listahátíð ungs fólks á Austurlandi kynnir Feminískt Reif, listasmiðju fyrir ungt fólk á aldrinum 15-21 ára sem haldin verður á Seyðisfirði dagana 15.-20. júlí 2024. Smiðjan sækir innblástur sinn í reifmenningu og er feminísk útópía þar sem öll hafa frelsi til að tjá og hreyfa sig eins og þau vilja við tónlist að þeirra vali. Í vikulangri listasmiðju munu þátttakendur leika sér í dansi, DJ-tilraunum og sviðsmyndahönnun. Saman munu þau skapa nýtt dansverk, epískt reif þar sem öll upplifa sig örugg óháð kyngervi/upplifun, dansstíl eða klæðaburði.

Þátttakendur velja hvort þau vilja skrá sig í hlutverk plötusnúða (3 pláss), dansara (15 pláss) eða í leikmynda- og hönnunarteymi (3 pláss). Fyrri reynsla er ekki skilyrði. Verkið verður svo frumsýnt fyrir gesti og gangandi í lok vikunnar.

Leiðbeinendur smiðjunnar eru Anna Kolfinna Kuran, Ívar Pétur Kjartansson og Guðný Hrund Sigurðardóttir.

Anna Kolfinna Kuran er sjálfstætt starfandi listakona búsett í Reykjavík. Hún útskrifaðist með BA- gráðu af samtímadansbraut Listaháskóla Íslands árið 2013 og hlaut meistaragráðu í performance fræðum (e. performance studies) frá New York Háskóla árið 2017. Verk Önnu Kolfinnu taka á sig ólíkar myndir þar sem flæði milli miðla, greina og aðferða er greinilegt, megin áherslan liggur þó í því sjónræna og líkamlega. Gegnumgangandi þemu í verkum hennar eru að rannsaka viðfangsefni sem við koma líkama konunnar og samtíma femínisma. Anna Kolfinna er meðal stofnenda fjöllistahópanna Dætur og Kraftverk sem unnið hafa að ýmsum sýningum sem meðal annars fyrir Reykjavík Dance Festival (2013) og Sequences Art Festival (2015).

Ívar Pétur Kjartansson er tónlistarmaður og plötusnúður sem uppalinn er á Seyðisfirði en búsettur í Reykjavík. Ívar vinnur með flest form tónlistar og semur meðal annars fyrir kvikmyndir, sjónvarp, auglýsingar, svið- og innsetningar. Hann hefur komið fram á sviði um allan heim með hinum ýmsu hljómsveitum, svo sem FM Belfast, Benna Hemm Hemm og Good Moon Deer. Ívar þeytir skífum á klúbbum og öðrum viðburðum og vinnur gjarnan að konsept-miðuðum DJ-settum og þverfaglegum sviðsverkum sem tónsmiður og performer.

Guðný Hrund Sigurðardóttir er sjálfstætt starfandi leikmyndahönnuður. Hún hlaut bakkalársgráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2006 og lauk námi frá leikhúshönnunarbraut (e. theatre design department) frá Royal Welsh College of Music and Drama árið 2011. Undanfarið hefur Guðný unnið að leikmyndar- og búningahönnun við sýningar í Þjóðleikhúsinu og Borgarleikhúsinu. Guðný hefur ástríðu fyrir hugmyndum sem mynda heild (e. concepts) og nýtur þess að skapa heima utan um verk sín sem flökta eins og flugeldar.

Skapalónslappi
Kamilla Gylfadóttir

Listasmiðja fyrir káta krakkalappa á aldrinum 4-9 ára þar sem form náttúrunnar verða skoðuð með nýjum augum og með þeim sköpum við saman prentverk sem verður að innsetningarlistaverki!

Í samstarfi við Skaftfell - Listasmiðstöð Austurlands, býður LungA upp á vikulanga morgunsmiðju fyrir börn á aldrinum 4-9 ára. Smiðjan ber heitið Skapalónslappi og mun draga innblástur sinn úr nærumhverfi Seyðisfjarðar. Tilraunir verða gerðar með hin ótalmörgu form náttúrunnar og þeim umbreytt í skapalón sem nýtt verða til sköpunar prentverka með ýmsum aðferðum. Þáttakendur munu vinna að einstaklingsverkum sem og sameiginlegu listaverki sem frumsýnt verður á góðum stað á fjölskyldusvæði LungA laugardaginn 20.júlí. Leiðbeinandi smiðjunnar er Kamilla Gylfadóttir, fræðslufulltrúi Skaftfells. Smiðjan mun fara fram dagana 15.-19. júlí 2024 í Skaftfelli að Austurvegi 42. Þátttakendur hittast í tvo tíma á dag, fimm daga vikunnar. Þátttökugjald er 15.000 kr. en innifalið í verðinu er þátttaka í smiðjunni, létt hressing og miði á tónleika LungA sem fer fram við Bláu kirkjuna laugardaginn 20.júlí. Náttúruskoðun, sólarprent, mynsturgerð, samsköpun, skrúðganga og skemmtileg samvera!

Kamilla Gylfadóttir mun leiða listasmiðjuna Skapalónslappi fyrir hönd Skaftfells. Síðustu ár hefur Kamilla unnið með börnum og unglingum í tengslum við ólík verkefni. Hún sá meðal annars um kennslu listfræðsluverkefnis Skaftfells, 'Skeyti til náttúrunnar,' árið 2021 í grunnskólum á Austurlandi. Hún tók svo við stöðu verkefnastjóra fræðsludeildar Skaftfells í júlí 2022. Kamilla er annar stofnenda Heimamyndasamsteypunnar sem staðið hefur að sýningu á íslenskum heimamyndum um allt land frá árinu 2020, meðal annars í samstarfi við Bíó Paradís, Skjaldborg og Herðubíó. Árið 2022 skipulagði hún og sá um kennslu Skjaldbökunnar, námskeiðis fyrir börn í heimildamyndagerð á vegum Skjaldborgar. Sem fræðslufulltrúi Skaftfells er hún hluti af stýrihópi BRAS Barnamenningarhátíðar á Austurlandi.

Kamilla Gylfadóttir will host the workshop Skapalónslappi on behalf of Skaftfell Art Center. During recent years, Kamilla has worked with children and youth through various projects. In 2021 she taught Skaftfell’s annual art education project in primary schools around the east of Iceland. In 2022 she joined Skaftfell officially as project manager of the education project and community outreach. She co-founded the Heimamyndasamsteypan (e. The Icelandic Home Movie Collective) in 2020 which has uncovered Icelandic home movies and hosted community events around the country, for example in collaboration with Bíó Paradís in Reykjavík, Skjaldborg in Patreksfjörður and Herðubíó in Seyðisfjörður. In 2022 she took part in planning and teaching Skjaldbakan, a documentary filmmaking workshop for youth. On behalf of Skaftfell, she is a part of the steering committee for BRAS – Children's Culture festival in east Iceland.

Froðufellir
Tara & Silla

LungA kynnir Froðufelli, listasmiðju í umsjá tvíeykisins Töru & Sillu. Smiðjan er ætluð börnum og unglingum á aldrinum 10-14 ára. Heyrst hefur að undarleg vera sé á leið til sumardvalar á Seyðisfirði. Hver er þessi vera og hvaðan kemur hún?

Í listasmiðjunni munum við búa til verk um, í kringum og inn í froðuskúlptúr. Saman vinnum við okkur í gegnum hugmyndir, skissur, leiki og kynnumst allskonar aðferðum og efniviði. Áhersla verður lögð á að efla persónulega tjáningu og D.I.Y. (gera það sjálfur) vinnubrögð. Smiðjunni lýkur laugardaginn 20. júlí með opnun myndlistarsýningar á fjölskyldusvæði LungA.

Smiðjan mun fara fram dagana 15.-19. júlí 2024. Kennsla verður um það bil 15 klukkustundir sem dreifast yfir vikuna eftir verkefnum. Nánari dagskrá verður send á forrráðaaðila þegar nær dregur. Þátttökugjald er 25.000 kr. en innifalið í verðinu er þátttaka í smiðjunni, létt hressing og miði á tónleika LungA sem fer fram við Bláu kirkjuna laugardaginn 20.júlí.

Tara Njála Ingvarsdóttir og Silfrún Una Guðlaugsdóttir hafa unnið og pússað stígvélin sín saman sem tvíeykið Tara & Silla síðan þær hófu fyrst samstarf árið 2018 í myndlistarnámi við Listaháskóla Íslands. Tvíeykið vinnur aðallega með gjörninga, innsetningar, vídeóverk og skúlptúra. Megin þemu í verkum þeirra eru fögnuður, samskipti, töfrar og vinátta. Tvíeykið hefur tekið þátt í mörgum samsýningum, haldið tvær einkasýningar síðan þær útskrifuðust árið 2020, nýlegast 'Uppúr vasanum dróu þau spítu' í Kling & Bang. Þær kenndu gjörninga- og videósmiðju í LungA skólanum á Seyðisfirði árið 2023 og gjörningasmiðju á LungA listahátíð sama ár. Tara hefur unnið við kennslu við barnadeild Myndlistarskóla Reykjavíkur síðan 2020 og saman hafa þær kennt barnasmiðjur í Hjallastefnunni. Tara og Silla búa og starfa í Reykjavík.

Fró(u)n: How to make love to the ground we live on?
Elín Margot
Antonía Berg

Fró(u)n: How to make love to the ground we live on? Hvernig getum við tjáð ást til jarðarinnar sem við búum á? Hvernig könnum við lifandi líkama náttúrunnar, kynnumst ótamin gildi hennar og gefum henni sjálfræði í samfélögum okkar? Við leggjum til breytingu á frásögn persónugervingar. Í stað þess að tala, hugsa og hafa samskipti við móðir jörð, kjósum við hugmyndina um jarðarunnanda – veru sem gefur og þykir vænt um eins mikið og hún þráir að vera elskuð og umhyggjsöm. Þetta er ástríðufull ástarsaga milli manna og ómannlegra fyrirbæra eins og fjöll, höf og allra persónanna sem mynda villta umhverfi okkar.

Antonía Berg og Elín Margot bjóða þátttakendum vinnustofunnar að taka þátt í Fró(u)n og tengjast náttúru Seyðisfjarðar á róttækan hátt: með því að búa til leiðir til að elska hana!

Fró(u)n er orðaleikur — frón, gamalt orð yfir Ísland, og fróun, íslenska orðið fyrir sjálfsfróun. Það þjónar sem yfirskrift rannsóknarverkefnis þar sem Antonía og Elín búa til skemmtihluti með leir úr Berunesfirði með áþreifanlegum gripum sem tákna náin samskipti.

Í þessari viku munum við líta á Seyðisfjöð sem elskhuga okkar — einstakt landslag með eigin skapgerð og karismatískum einkennum. Þátttakendum gefst kostur á að hitta elskuna sína og kynnast vel í gegnum göngutúra þar sem þeir safna náttúrulegu hráefni til að nota í verkefni sín. Staðbundinn leir verður aðal miðillinn okkar, bætt við það sem þátttakendum finnst spennandi. Með upplestri og umræðum munum við í sameiningu velta fyrir okkur núverandi ástandi mannlegs sambands okkar við náttúruna. Við munum vinna með frumefnin, umbreyta og kanna ferðir okkar með brennandi leir. Að lokum mun hver þátttakandi þróa einstaklingsbundnar eða sameiginlegar leiðir til að eiga samskipti við fjörðinn, út frá hugmyndum um gagnkvæma ást.

Elín Margot er hönnuður, rannsakandi og kennari. Hún starfar sem námsstjóri BA vöruhönnunar við Listaháskóla Íslands.Hönnunarstarf hennar leggur áherslu á að búa til hluti og aðstæður sem kanna það hversdagslega og skoða möguleika um vistfræðilegar og siðferðilegar framtíðir. Hún notar frásagnarkraft hluta til að horfast í augu við notendur, og rannsakar truflandi samtíma hugmyndafræði til þess að skapa ólíkar framtíðir. Hún (endur)hannar hversdagslega hluti eins og gafla og hnífa með hegðunar- og/eða tæknilegu ívafi og spyr hvað ef? Elín Margot lærði vöruhönnun og félagslega hönnun í Frakklandi og útskrifaðist frá MA Exploration & Translation við Listaháskóla Íslands árið 2019. Síðan þá hefur hún lagt sitt af mörkum til fjölbreyttra hönnunarverkefna víðsvegar um Frakkland, Ísland og Danmörku, samhliða því að sýna sjálf- frumkvæði að rannsóknum í ýmsum fræðastofnunum. Þar má helst nefna að hún stofnaði matar- og list vettvanginn MÁL/TÍÐ og sjálfbæra hönnunar- og listahátíðina RUSL FEST. Nýleg áhersla hennar liggur í að endurmóta vestrænar frásagnir umhverfis náttúruna. Í samstarfi við Antoníu Berg í verkefninu Fró(u)n líta þær á firði sem elskendur. Á sama hátt býður Elín í verkefni sínu Interspecies Mothering þátttakendum að skoða heilu nýlendurnar af ger og bakteríum og lítur hún á bakteríurnar sem fjölskyldu og ættleiðir þær sem dætur sínar.

Antonía Bergþórsdóttir er leirfræðingur og myndlistarmaður, stofnandi FLÆÐI, og MÓR, aðgengilegri keramikvinnustofu í hafnar.haus. Hún myndar helming myndlistardúettsins Augnablikin ásamt Írisi Maríu Leifsdóttur. Með Elín Margot vinna þær saman að verkefninu Fró(u)n, og búa til munúðarfulla hluti úr postulíni og Berunes leir, með það að markmiði að efla nánari tengsl við náttúruna, endurmynda hana sem elskhuga frekar en móður. Hún lærði leirlist við Myndlistaskólann í Reykjavík og útskrifaðist árið 2020. Í starfsnámi í Frakklandi árið 2019 lærði hún postulín, gifsgerð og hönnun. Antonía sérhæfir sig í að nýta hráefni, einkum þau sem fengin eru úr hennar nánasta umhverfi, og hefur farið í efnisleit síðan 2018, þar á meðal rannsakað jökulleir á Grænlandi og Íslandi. Áhugi hennar liggur í því að nýta staðbundnar auðlindir til að búa til sjálfbæra og þroskandi sköpun, hvetja til praktískrar nálgunar á efni til að dýpka tengsl manns við handverk og náttúruna. Sem stendur er hún í samstarfi við Sei arkitektastofu við hönnun íslenska múrsteinsins. Antonía á umfangsmikinn feril sem samanstendur af einkasýningum, samsýningum, fyrirlestrum, vinnustofum og viðburðum innanlands sem utan.

Snákur’s Sleepover
Elisabeth Nienhuis
Algleidy Zerpa
Alfredo Flores

Snákur’s Sleepover er leikhústilraun Þessa vikuna notum við frásagnir okkar, skrif og tónlistarsköpun til að takast á við sársaukafullan raunveruleika heimsins.

Með því að sækja innblástur í okkar persónulega, pólitíska og ljóðræna sjálf munum við prófa ýmsar skrifæfingar, leikhúsæfingar og söngæfingar. Töfrar okkar felast í því að skapa saman.

Listasmiðjunnii er stýrt af þátttakendum úr leiksýningunni 'Snákur' sem þróuðu verkið út frá eigin listfengi og reynslu sem hælisleitendur eða flóttamenn. Öll reynsla og hugmyndir eru metnar að verðleikum, sérstaklega þær sem venjulega er ekki hlustað á. Allir eru velkomnir og engin fyrri reynsla er nauðsynleg.

Listasmiðjan er leidd af Elisabeth Nienhuis, Algleidy Zerpa and Alfredo Flores.

Elisabeth Nienhuis (hún) er leikari og leikhúsgerðarmaður sem skapar umfangsmiklar samverustundir með ókunnugum, fjölskyldu og vinum. Hún hefur ástríðu á því að bjóða sjálfið velkomið - inn í allt það sem vantar.

Algleidy Zerpa (hún) er arkitekt, þverfaglegur listamaður og leikskólastarfsmaður. Hún elskar að skapa tengsl við menn, hljóðbylgjur, krakka, tækni, orð, hafið og steinana - allt það sem umlykur okkur!

Alfredo Flores (hann/ er tónlistarmaður og listamaður frá Venesúela. Hann hefur reynslu af skiplulagningu viðburða og hátíða til að tjá listir í borginni sinni - hann gefur alltaf sitt besta og orku til að láta hlutina gerast!

Saman hafa þau unnið að verkefninu Snákur sem er samstarf milli þeirra, Borgarleikhússins og Rauða Krossins. Nú þegar heimurinn þjáist, þurfa mörg okkar að aðlagast nýjum heimkynnum. Snákur fjallar um þrá eftir því að vera félagslega samþykkt (lesist: að tilheyra, að eignast vini, að vera boðin í eitt helvítis party)! Þess vegna hóf hópur hugrakks fólks á ýmsum aldri og frá ólíkum stöðum að rannsaka hugmyndina um að bjóða sjálft sig velkomið inn í samfélag í stað þess að bíða þess að það gerist sjálfkrafa.

Vibrating Bodies of Water Across Time
Jack Armitage
Hayden Dunham

Vibrating Bodies of Water Across Time er listasmiðja undir leiðslu Jack Armitage og Hayden Dunham. Smiðjan skoðar getu vatns til að tengja ólíkar tímalínur og æviskeið og sameina sjálfan sig í fortíð, nútíð og framtíð. Vatnið innra með okkur og vatnið sem umlykur okkur er bæði fornt og nýtt. Stundum er það geymt í milljónir ára inni í steinum neðanjarðar, aðeins til að koma upp aftur og gufa upp í andrúmsloftið, eða þéttast sem dropi á laufblaði. Líkamar þessarar jarðar, þar á meðal okkar eigin, eru vatn í eðli sínu og að magna þá upp og enduróma getur leitt til djúpstæðra umbreytinga.

Saman munum við dýpka vitund okkar um og skyldleika við titrandi vatnslíkama með tímanum, með æfingum sem taka innblástur frá andlegum ferðalögum, tímaflakki, flæðandi tímalínum, innra barni og framtíðar sjálfsvinnu.

Jack Armitage (hann/hán) er tónlistarmaður, hönnuður og tæknifræðingur búsettur í Reykjavík og stofnandi Afhverju Ekki - The Absolutely Everything Studio™️. Jack stundar rannsóknir við Intelligent Instruments Lab við Háskóla Íslands og er með doktorsgráðu í fjölmiðla- og listtækni frá Queen Mary háskólanum í London. Verk Jacks spanna tilraunakennda tónleika, rafklúbbagjörninga og plötusnúðasett, margmiðlunar-innsetningar, viðmótshönnun, hljóðhönnun, tónlistarframleiðslu, tónsmíðar og fleira. Verkefni Jack, Lil Data, er gefið út hjá PC Music útgáfufyrirtækinu og hann hefur verið meðframleiðandi í verkefnum með Charli XCX og Jónsa.

Hayden Dunham (hán) hefur tekið þátt í sýningum og gjörningum á MoMA PS1, New York; New Museum, New York; Stofnun Louis Vuitton, París; Írska nútímalistasafnið, Dublin; Andrea Rosen Gallery, New York; Los Angeles og SIGNAL Gallery, Brooklyn. Transmutation, Company Gallery, New York (2022); Infinite Lift, Artist Curated Projects, Los Angeles (2021); Burns Blue, Company Gallery, New York (2019); Inside Darkness There Are No Lines, Times Square Space, New York (2018); og ekkert nafn engin hliðar hjá Artspace, Sydney, Ástralíu (2019). Dunham fæddist árið 1988 í Austin, TX, og býr og starfar nú í New York og Los Angeles.

Raising a flag
Salka Gullbrá

Raising a flag. Innblásin af áhrifum þess þegar fáni Palestínu var reistur á Seyðisfirði síðastliðinn vetur í samstöðu með Palestínu, sem að lokum leiddi til þess að sveitarfélagið krafðist þess að hann yrði tekinn niður, vinnur þessi gjörningasmiðja með þemu andspyrnu, kúgunar og beinna aðgerða. Við munum kanna mismunandi aðferðir til að skapa vandræði og veita mótspyrnu, hvort sem það er að kasta steinum eða glimmeri, leggja sig eða öskra í gjallarhorn.

Salka Gullbrá er leikhús- og gjörningagerðarmaður, uppistandari og aktívisti. Hún er stofnandi og listrænn stjórnandi Krakkaveldi (e.Kidarchy), gjörningaverkefnis þar sem hún vinnur með börnum að því að skapa heim þar sem börn ráða öllu í stað fullorðinna, sem ögrar valdastrúktúr barna og fullorðinna. Sýningar Kidarchy hafa verið sýndar á Listahátíð í Reykjavík, Reykjavik Dance Festival og á LungA! Undanfarna mánuði hefur hún starfað sem verkefnastjóri fyrir Félagið Ísland-Palestína. Hún er einnig söngvari pönkhljómsveitarinnar Stormy Daniels.

Salka hefur áhuga á að kanna hvernig hægt er að nota list í aktívisma og öfugt, finna það sem er fyndið í bland við alvarlegar áhyggjur, en hún gerir vandræði þar sem hægt er!

Handmade Video
Abigail Portner

Handunnið myndband: Í heimi sem er nú háður tækni, tölvum og símum er mikilvægt að halda áfram að búa til hlutina með höndunum, jafnvel myndbandsefni!

Í þessari vinnustofu munum við búa til hluti eins og brúður, grímur og klippimyndir til þess að búa til myndbönd. Þú munt hafa frelsi til að velja hvaða mynd af handsmíði hentar þér með fjölbreyttum efniviði, nota þætti úr náttúrunni eða endurnýttum hlutum sem finnast í kringum fjörðinn. Þegar við höfum öll búið til karakter, dýr eða mynstur munum við taka upp stutt myndband saman sem þú leikstýrir og sameinar alla þá þætti sem við höfum búið til. Þetta myndband verður síðan notað til að sýna verkin þín á sýningu sem haldin er á LungA!

Abigail Portner er myndlistarmaður og framleiðsluhönnuður með aðsetur í Bandaríkjunum. Hún býr til stórar gagnvirkar innsetningar með myndbönd og skúlptúr. Flest verk hennar fela í sér fjörugar stop-motions, prentuð mynstur og myndskreytingar. Abby hefur varið ferli sínum á ferðalagi sem ljósa- og framleiðsluhönnuður á tónleikaferðalagi fyrir hljómsveitir eins og John Cale og Animal Collective. Persónuleg verk hennar endurspeigla þessa reynslu og eru oft mjög létt og leikandi

Mining the mundane
Mr. Silla

Mining the mundane er fimm daga tónlistarmyndbandasmiðja undir stjórn listamannsins, tónlistarmannsins og leikstjórans Sigurlaugar Gísladóttur, Mr. Silla. Smiðjan mun miða að því að beina sjónum okkar að sjónrænni tjáningu í tónlistarmyndböndum með þeim miðlum og tólum sem við höfum yfir að ráða í daglegu lífi okkar. Með ákveðnu sjónarhorni finnum við að við þurfum kannski ekki dýran búnað til að tjá hugmyndir okkar. Að koma með hugmyndir og leiðir til að byggja upp heiminn, og búa hann til með einföldum verkfærum.

Þetta er byrjendanámskeið; engin forþekking er nauðsynleg. Nemendur eru hvattir til að taka með sér allt sem tekur upp myndbönd, síma, myndavélar, gamla síma eða stafrænar myndavélar o.fl. og fartölvur sem geta keyrt klippiforrit. Þetta er þó ekki skilyrði fyrir þátttöku í smiðjunni.

Sigurlaug Gísladóttir (hán) er myndlistarmaður, tónlistarmaður og myndbandsleikstjóri. Hán stundaði nám við myndlistardeild Listaháskóla Íslands 2005-2009. Sigurlaug hefur tekið þátt í ýmsum tónlistarverkefnum frá árinu 2005, m.a. sólóverkefninu Mr. Silla ásamt múm, Snorra Helgasyni, Mice Parade, Jae Tyler og SANDS. Hán hefur ferðast mikið um allan heim með þessum hljómsveitum/verkefnum síðan 2007.

Sigurlaug hefur verið tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna og leikstýrt og framleitt fjölda tónlistarmyndbanda, þar á meðal ‘Rome’ eftir Jelenu Ciric sem var tilnefnt sem tónlistarmyndband ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum 2023. Þau hafa einnig samið tónlist fyrir ýmsar auglýsingaherferðir og sýnt myndlist sína á þremur einkasýningum og fjölmörgum samsýningum.