Created with Sketch.

Dagskrá

Hátíðardagskrá LungA, talks og aðrir viðburðir

LungA býður upp á háklassa alþjóðlega viðburði yfir alla vikuna og að tónlistarveislu LungA undanskylinni þá er öll dagskráin frí.

Gjörningar, fyrirlestrar, pallborðsumræður, talks, kvikmyndasýningar, danssýningar, myndlistarsýningar o.sv.frv.

Þema hátíðiarinnar í ár er kyn eða “gender” og má því finna mikið af viðburðum sem fjalla um kyn á einn eða annan hátt. Þeir jafnframt merktir “LungA LAB” og eru hluti af samstarfi hátíðariar við Erasmus+ og Appelsín.

Sjáið fulla dagskrá hátíðarinnar hér, í LungA blaðinu.

null

Tónleikar

Tónleikarnir verða veglegir í ár og spanna allt frá hágæða poppi, alþjóðlegu hip hoppi og artí elektroniku. Headlænerinn í ár kemur frá Bandaríkjunum og er engin önnur en hin valinkunna Princess Nokia, sem er þekkt fyrir líflega framkomu, framsækna og feminiska teksta.

Hér má sjá þá listamenn sem koma fram á tónleikum LungA hátíðarinnar í ár dagana 20. & 21. júlí. \ Kaupa miða.

null

Listasmiðjur

Listasmiðjur LungA 2018 eru 9 talsins.

7 vikulangar listasmiðjur

1 föstudag listasmiðja

1 Listasmiðja fyrir ungt fólk 12-18 ára.

Gjald fyrir viku námskeið er 45.000kr og innifalið í því verði er þátttaka í listasmiðju, gisting í svefnpoka plássi, fullt fæði og aðgangur að öllum viðburðum hátíðarinnar. Það er einnig möguleiki að skrá sig á LungA tjaldsvæði eða þitt eigið húsnæði.

Gjald fyrir Föstudagsnámskeið er 15.000kr og innifalið í því verði er þátttaka í listasmiðjuna, gisting, fæði á meðan námskeiðinu stendur og aðgangur að öllum viðburðum hátíðarinnar.

Gjald fyrir listasmiðju unga fólksins er 10.000kr og innifalið er viku listasmiðja sem er stýrð af listamönnunum Benna Hemm Hemm og Möggu Stínu og hádegismatur út vikuna. LungA bíður ekki uppá gistingu með þessari smiðju.

Skráning í listasmiðjur - Uppselt!

Skráning í listasmiðju fyrir ungt fólk á aldrinum 12-18 ára HÉR

Hlökkum til að sjá ykkur á LungA!

Ást

null

LungA LAB

er heitið fyrir tilrauna og upplýsingastofuna okkar. Ár hvert veljum við þema, í ár er það kyn eða “gender”, sem við rannsökum frá allskonar mismunandi sjónarhornum, í gegnum vinnusmiðju, fyrirlestra, hina ýmsu kyn tengdu gjörninga, kvikmyndasýningar og pallborðsumræður, svo eitthvað sé nefnt.

Þetta er okkar leið til að leggja lóð á vogarskálarnar þegar kemur að því að vekja samfélagið til ábyrgðar, bæði sem einstaklingar jafnt sem hópar. Við vonumst til þess að hafa áhrif og veita innblástur til þess að vera virkir samfélagsþegnar og meira opin gagnvart fjölbreitileika almennt.

LungA LAB er haldið í samstarfi við Erasmus+, appelsín, Kaospilot, Hyper Island, University of Brighto og Myndlistarskóla Reykjavíkur.

Artboard Created with Sketch.